13:26
{mosimage}
(Hinn 35 ára fyrirliði CSKA ákvað að hætta á toppnum)
Rússneska goðsögnin Sergei Panov, fyrrverandi fyrirliði CSKA Moscow, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann hefur átt afar farsælan feril sem leikmaður en hann hefur orðið Rússneskur meistari 12 sinnum í röð, frá 1995 til 2006. Eftir að hafa leitt CSKA til fyrstu þrennu í sögu Rússlands ákvað hann að það væri kominn tími til að hætta. CSKA Moscow vann deildina, bikar og Evrópumeistaratitilinn í vetur.
Hann hóf ferilinn hjá Spartak St. Petersburg og fór síðan til Yildirim Istanbul í Tyrklandi í stuttan tíma. Eftir það gekk hann til liðs við CSKA Moscow og með þeim varð hann að lokum fyrirliði. Hann gekk til liðs við Ural Great árið 2000 og lék með þeim í tvö tímabil en fór síðan árið 2002 aftur í CSKA.
Síðustu 12 tímabil hefur hann orðið Rússneskur meistari, fyrstu 6 titlarnir voru með CSKA, næstu 2 með Ural Great og svo næstu 4 aftur með CSKA. Hann var í lið CSKA sem vann Norður Evrópsku deildina árið 2000. Hann var lykilmaður í Rússneska landsliðinu í meira en áratug. Hann lék á tvennum Ólympíuleikum, 1992 og 2000, hann vann silfur á HM 1994 og 1998 ásamt bronsi á EM 1997.
„Maður á að hætta á réttum tíma. Ég varð Evrópumeistari í ár, enn einu sinni vann ég deildina og ég uppgötvaði að það er margt annað í lífinu sem er áhugavert,” sagði Panov. „Þjálfun unglinga til dæmis. Ég mun starfa í körfuboltaskóla CSKA. Ég held að reynsla og þekking muni verða krökkunum að góðu.” sagði Panov að lokum.