spot_img
HomeFréttirEinn leikur á Reykjanesmótinu í kvöld

Einn leikur á Reykjanesmótinu í kvöld

Í kvöld fer fram einn leikur í Reykjanesmóti karla en þá mætast Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni kl. 19:15. Grindvíkingar eru nýkomnir til Íslands eftir æfingaferð á Teneriefe og verður fróðlegt að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða eftir veruna í sólinni.
 
 
Eftir leikinn í kvöld á Grindavík svo einn leik eftir á Reykjanesmótinu gegn Stjörnunni en Njarðvíkingar ljúka keppni í kvöld.
 
Mynd/ Sverrir Þór mætir með Grindvíkinga í Ljónagryfjuna í kvöld en þar þjálfaði hann kvennalið UMFN á síðustu leiktíð og gerði þær í fyrsta sinn að bæði Íslands- og bikarmeisturum. 
Fréttir
- Auglýsing -