spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEinn leikur á dagskrá Subway deildarinnar í kvöld

Einn leikur á dagskrá Subway deildarinnar í kvöld

Fyrsti leikur 4. umferðar Subway deildar karla fer fram í kvöld.

Grindavík tekur á móti Njarðvík í HS Orku Höllinni kl. 19:15.

Leikurinn er samkvæmt heimildum nokkrum dögum á undan öðrum leikjum umferðarinnar vegna verkefnis Benedikts Guðmundssonar með kvennalandsliði Íslands nú á næstu vikum.

Fyrir leikinn hefur Njarðvík unnið alla leiki sína í deildinni líkt og Tindastóll og Keflavík á meðan að Grindavík er í 4.-5. sætinu ásamt Þór með tvo sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -