spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEinn efnilegasti leikmaður landsins til Ármanns

Einn efnilegasti leikmaður landsins til Ármanns

Topplið 1. deildar, Ármann tilkynnti í morgun að liðið hefði fengið liðsstyrk í keppni sinni um efsta sæti deildarinnar. Það er Kristófer Breki Björgvinsson sem kemur frá Haukum á venslasamningi. Kristófer er að mörgum talinn einn af efnilegri leikmönnum landsins og mun án efa styrkja Ármenninga.

Hér að neðan má finna tilkynningu Ármenninga

Okkur barst góður liðsstykur á dögunum er Kristófer Breki Björgvinsson skrifaði undir venslasamning við liðið.

Kristófer er hávaxinn bakvörður sem fæddur er áruð 2007. Hann er meðal efnilegustu leikmanna landsins, hefur leikið með U16 og U18landsliðum Íslands. Auk þess var hann valinn í “Adidas Next Generation Tournament” í byrjun árs þar sem efnilegustu leikmenn evrópu koma saman. Hann hefur þegar leikið 7 leiki með Haukum í Bónus deildinni en mun leika með okkur Ármenningum út tímabilið. Hann hefur nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir Ármann en hann var með okkur í mikilvægum sigri á Sindra síðasta föstudag.

Við erum gríðarlega stolt af því að Kristófer taki næstu skref á sínum ferli með okkur Ármenningum. Hann leikur sinn fyrsta heimaleik með liðinu næsta föstudag þegar við fáum ÍA í heimsókn. Mætum og styðjum strákana.

Fréttir
- Auglýsing -