spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Einkunnir úr Ísland - Sviss - Pavel maður leiksins

Einkunnir úr Ísland – Sviss – Pavel maður leiksins

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Sviss. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Hörður Axel Vilhjálmsson – 7

Flottur leikur hjá Herði Axel í dag. Var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins með sex slíkar og átti nokkrar lykilsendingar að auki. Var ódrepandi góður í vörninni að venju. Leitaði lítið að eigin skoti.

Martin Hermannsson – 9

Það þarf ekkert að fjölyrða um Martin í dag, hélt sínu varnarlega og þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta fyrri hálfleik þá steig hann aldeilis upp í þeim seinni, skoraði vel og setti sigurkörfuna í lokin. Ís í æðunum!

Jón Axel Guðmundsson – 8

Jón Axel er með ákveðið element sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar, hann er aldrei lítill í sér. Jón var alltaf tilbúinn að taka skot eða ráðast á körfuna og varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Setti stór skot í fjórða leikhluta.

Pavel Ermolinski – 9 – Maður leiksins

Frábær leikur hjá Pavel. Tók að sér stórt hlutverk á báðum endum og setti stór skot í fyrri hálfleik þegar að liðinu gekk illa að skora. Varnarlega var hann á öðru leveli, tók ruðninga, var frákastahæstur í liðinu, þröngvaði mönnum í tapaða bolta og var alltaf á réttum stað. Geggjaður.

Tryggvi Snær Hlinason – 8

Flottur leikur hjá Tryggva sem að hélt sínu og rúmlega það gegn einum besta miðherja NBA deildarinnar. Tryggvi breytir fleiri skotum varnarlega en hægt er að telja og er farinn að nýta litlu húkkin sín á skilvirkan hátt.

Hlynur Bæringsson – 6

Ekki besti leikur Hlyns á sóknarhelmingi vallarins en barðist að venju mjög vel og lét finna fyrir sér varnarlega. Kom inná í lokin þegar að Tryggvi fékk sína 5tu villu og hjálpaði til við að loka leiknum.

Elvar Már Friðriksson – 7

Elvar kom með mikla orku inn í þennan leik sóknarlega í fyrri hálfleik, hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik þó að hlutirnir hafi ekki alltaf fallið með honum.

Gunnar Ólafsson – 6

Var öflugur í vörninni á sínum mínútum. Átti flotta stoðsendingu.

Ægir Þór Steinarsson – 6

Flottur varnarlega að venju en átti ekki sinn besta leik, spilaði ekki í seinni hálfleik.

Hjálmar Stefánsson – Spilaði ekki

Fran Aron Booker – Spilaði ekki

Ólafur Ólafsson – Spilaði ekki

Fréttir
- Auglýsing -