spot_img
HomeFréttirEinkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi - Elvar Már skástur

Einkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi – Elvar Már skástur

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Svartfjallalandi. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Tölfræði leiksins

Hörður Axel Vilhjálmsson – 5
Byrjaði leikinn með 4 stigum í fyrstu sókn en svo gerðist ekkert sérstaklega mikið. Tók fá skot og hafði sig ekki mikið í frammi.

Tryggvi Hlinason – 3
Ekki góður leikur hjá mikilvægasta leikmanni liðsins. Lenti fljótlega í sjálfssköpuðum villuvandræðum og náði sér ekki almennilega á strik eftir það. 19 mínútur spilaðar og það er alls ekki nóg.

Elvar Már Friðriksson – 6 – Maður leiksins
Elvar var fínn á sóknarvellinum með 16 stig í leiknum í 12 skotum. Ásamt því að gefa 4 stoðsendingar. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar varnarlega.

S. Arnar Björnsson – 4
Alltaf kraftur í Arnarri sóknarlega en þetta var ekki hans dagur. Hálf feiminn í sókninni og tók einungis 4 skot á 21 spilmínútu. Varnarlega aktívur en mistækur.

Kristófer Acox – 5
Mjög góður fyrri hálfleikur hjá Kristófer á báðum endum vallarins en ekki góður síðari hálfleikur þar sem sniðskotin hættu að detta. 4/11 í skotum og með þriggja stiga tilraun sem er best að bara gleyma.

Ægir Þór Steinarsson  – 5
Allt í lagi leikur hjá Ægi sem átti frábær tilþrif á einum tímapunkti en nokkrar einkennilega sóknir þess á milli. Barðist í vörninni að venju en 5 stig á 21 mínútu og -13 er ekki góð uppskrift.

Ragnar Nathanaelsson – 5
Ragnar spilaði rúmar 9 mínútur í þessum leik mestmegnis vegna villuvandræða Tryggva. Frákastaði ágætlega en var annars í almennum vandræðum.

Kristinn Pálsson – 4
Hitti illa í dag, barðist ágætlega samt. Átti erfitt uppdráttar gegn mun hærri leikmönnum Svartfellinga.

Ólafur Ólafsson – 4
Tvö stig og eitt frákast á 19 mínútum spiluðum hjá Ólafi sem átti stundum allt í lagi spretti en bætti engu við sóknarleik liðsins. Barðist varnarlega en engin stjörnuframmistaða þar heldur.

Kári Jónsson – 5
Kári sýndi að hann er frábær sóknarmaður og hafði ágætis vald á drævunum sínum. Varnarlega í miklu basli.

Hilmar Smári Henningsson – 5
Sýndi lipra takta en á nokkuð í land á þessu leveli miðað við þessa frammistöðu. Jákvætt að sjá hann aggressívann.

Davíð Arnar Ágústsson – Spilaði ekki nóg

Fréttir
- Auglýsing -