spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu - Tryggvi með fullkomna yfirburði

Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu – Tryggvi með fullkomna yfirburði

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Slóvakíu. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Tölfræði leiksins

Tryggvi Hlinason – 10

Óaðfinnanlegur leikur hjá Tryggva. Undirritaður gefur aldrei tíur en það var eiginlega ekki hægt að gera neitt annað. Frábær í vörn, frábær í sókn. 26 stig, 17 fráköst og 8 varin skot.

Hörður Axel Vilhjálmsson – 7

Skaut illa en spilaði flotta vörn og stýrði leiknum ágætlega. 32 mínútur en aðeins 2 tapaðir boltar.

Kári Jónsson – 8

Kári drepur svæðisvarnir. Manni líður alltaf eins og opið skot hjá honum sé að fara niður. Hélt sínu ágætlega varnarlega.

Pavel Ermolinski – 8

Varnarlega stórkostlegur leikur hjá Pavel. Það er líka allt annað að sjá sóknarleik liðsins með Pavel í liðinu, boltinn hreyfist hraðar og hann átti margar lykilsendingar. 11 stoðsendingar í kvöld.

Sigtryggur Arnar Björnsson – 7

Arnar elskar að spila í höllinni. Var frábær í fyrri hálfleik þegar að leikmenn liðsins voru aðeins að koma sér inn í leikinn og var öflugur í vörninni líka.

Tómas Hilmarsson – 6

Óhræddur að venju og tilbúinn í slaginn. Skotin duttu ekki en varnarleikurinn öflugur sem og fráköstin.

Ólafur Ólafsson – 6

Fínn leikur hjá Ólafi sem náði þó ekki að setja stórt mark á leikinn.

Ægir Þór Steinarsson – 7

Ægir var virkilega öflugur í að stýra hraðanum í leiknum og setti mikla pressu á bakverði Slóvaka. Gerði vel í að finna skytttur þegar að vörnin fell niður á Tryggva.

Pétur Rúnar Birgisson – Spilaði ekki

Gunnar Ólafsson – Spilaði ekki

Kristinn Pálsson – Spilaði ekki

Ragnar Nathanaelsson – Spilaði ekki

Fréttir
- Auglýsing -