spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Einkunnir Íslands gegn Portúgal - Jón Axel bestur

Einkunnir Íslands gegn Portúgal – Jón Axel bestur

Hörður Axel Vilhjálmsson – 7

Stýrði leik liðsins vel og átti að venju góðan leik varnarlega. Þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í sókninni.

Martin Hermannsson – 8

Flottur leikur hjá Martin, setti 19 stig og var duglegur að finna félaga sína þegar hann komst inn í teiginn. Lauk leik með 7 stoðsendingar og barðist vel í vörninni.

Jón Axel Guðmundsson – 9 – Maður leiksins

Jón átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Sprengdi leikinn upp í þriðja leikhluta með þriggja stiga regni og lauk leik stigahæstur. Þvílíkur fengur að fá þennan mann í hópinn.

Pavel Ermolinski – 9

Annar frábær leikur hjá Pavel. Virkilega sterkur varnarlega, frákastaði vel og átti nokkrar gullsendingar. Daðraði við þrennuna.

Tryggvi Snær Hlinason – 7

Hefur verið meira afgerandi sóknarlega en gerði sitt vel. Bindur vörnina saman þegar hann er inni á vellinum.

Elvar Már Friðriksson – 8

Geggjuð innkoma hjá Elvari. Portúgalirnir réðu ekkert við hraðann hjá honum og var hann öflugur að brjóta niður vörnina. Lokaði leiknum með 8 stoðsendingar.

Hlynur Bæringsson – 9

Hlynur setti 21 stig af bekknum, virkilega öflugur í dag. Varnarframmistöðuna þarf að venju ekki að ræða mikið.

Ægir Þór Steinarsson – 7

Kom inn af krafti í vörnina eins og vanalegt er en bætti við nokkrum stigum sóknarmegin.

Gunnar Ólafsson – 6

Barðist vel varnarlega en lét lítið að sér kveða í sókninni.

Ólafur Ólafsson – 7

Ólafur kom inn með kraft og setti ein 5 stig á litlum spilatíma sínum.

Hjálmar Stefánsson – Spilaði ekki

Frank Aron Booker – Spilaði ekki nóg

Fréttir
- Auglýsing -