spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Einkunnir Íslands gegn Kosovo - Tryggvi bestur

Einkunnir Íslands gegn Kosovo – Tryggvi bestur

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Kosovo. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.


Tölfræði leiksins

Tryggvi Hlinason – 8

Frábær leikur hjá Tryggva, besti maður vallarins á varnarhelmingi en lítið síðri sóknarlega. Góðar hendur og þolinmóður að klára í kringum hringinn.

Hörður Axel Vilhjálmsson – 6

Stjórnaði spilinu vel og spilaði góða vörn. Var ekki alveg með skotið sitt í dag en eins og svo oft áður truflaði það ekki Hörð í því að vera með flott framlag.

Kári Jónsson – 6

Skotið aðeins off fyrir utan þriggja stiga línuna en nokkur flotskot og sniðskot duttu. Varnarlega barðist hann vel og stóð fyrir sínu.

Hjálmar Stefánsson – 3

Erfiður leikur hjá Hjálmari sem byrjaði leikinn en komst aldrei í takt við hann.

Sigtryggur Arnar Björnsson – 7

Arnar er einn af þessum leikmönnum sem er sama um stærð sviðsins sem hann er á. Ef eitthvað er þá hjálpar það honum að sviðið sé stórt. Virkilega flottur í dag í bæði sókn og vörn.

Gunnar Ólafsson – 3

Náði lítið að setja mark sitt á leikinn.

Ólafur Ólafsson – 7

Virkilega góður leikur hjá Ólafi sem að frákastaði vel, skaut ágætlega og átti nokkrar lykilsendingar. Að venju alger baráttujaxl.

Pétur Rúnar Birgisson – 4

Frekar passívur sóknarlega en var duglegur að finna félaga sína. Varnarlega ágætur en hafði engin stór áhrif á leikinn.

Tómas Þórður Hilmarsson – 7

Setti tvo stóra þrista og hefði jafnvel mátt fá möguleika á fleirum.

Breki Gylfason – spilaði ekki

Ragnar Nathanaelsson – spilaði ekki nóg

Kristinn Pálsson – spilaði ekki nóg

Fréttir
- Auglýsing -