Einar Árni Jóhannsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Hattar á Egilsstöðum, en gert er ráð fyrir að hann muni þjálfa liðið með Viðari Erna Hafsteinssyni ásamt því að verða yfirþjálfari yngri flokka. Einar Árni kemur frá Njarðvík, þar sem hann hefur þjálfað síðustu þrjú tímabilin í Dominos deild karla. Einar er að sjálfsögðu gríðarlega reynslumikill þjálfari, sem verið hefur með lið bæði í Dominos deildinni og þeirri fyrstu. Hann var t.a.m. sá þjálfari sem gerði Njarðvík síðast að Íslandsmeisturum árið 2006.
Karfan spjallaði við Einar Árna laust eftir að blekið var komið á blað í Húsgagnahöllinni nú í hádeginu.