„Ég er sammála að því að þetta gekk vel upp í kvöld fyrir utan einhvern 3-4 mínútna kafla sem við slökuðum á eftir að hafa náð 10-2. Annars fannst mér við mjög flottir sóknarlega og líka mjög fínir varnarlega, 82 stig sem þeir setja og gef þeim það að það voru margir að setja mjög erfið skot eins og til dæmis Bracey sem var að setja niður mörg erfið skot á okkur ásamt fleiri strákum í Snæfelli sem voru að reyna að halda þessu þolanlega ef svo má segja en öruggur og góður sigur sem ég er ánægður með. Við vissum að við yrðum að mæta af krafti þar sem þeir höfðu ekki unnið síðustu tvo leiki, Siggi [Sigurður Þorvaldsson] að koma til baka og fleira en við höfum verið að hamra á því klefanum að við erum að hugsa fyrst og fremst um okkur og okkar plön í leikskipulagi sem mér fannst heilt yfir ganga bara mjög vel í dag.
Það var mjög góð liðsvinna og gott að fá Grétar aftur á gólfið. Hann kann þetta 17 stig á 16 mínútum og er óvæntur liður í okkar leik. Við ætluðum ekki að spila honum fyrr en á nýju á ri en það er búið að ganga vel í endurhæfingu og hann verið að æfa með okkur undafarnar vikur. Það gaman að fá þetta flug inn í jólafríið og nú þurfum við að byggja ofan á það og skemmtilegir tímar framundan.
Við ætluðum okkur ekkert að toppa neitt strax og ætlum okkur jafnt og þétt að bæta í framhaldið. Mér finnst ákveðið lán í ólani líka að hafa verið að missa menn sem gefur öðrum leikmönnum tækifæri og þá kemur það niður á því að mér finnst ég hafa tíu leikmenn sem geta rúllað flott sem er mikilvægt þegar komið er inn í þéttan seinni hlutan þar sem við ætlum okkur berjast fyrir góðum stað í úrslitakeppninni.“
Símon B. Hjaltalín