Njarðvík tók á móti Keflavík og var þetta annar leikur liðanna með viku millibili. Í vikunni sem leið tókst Njarðvík að slá Keflavík út úr VÍS-bikarnum þar sem Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar. Í kvöld buðu Reykjanesbæjarliðin upp á annan spennuslag og á nýjan leik voru það Njarðvíkingar sem fóru með sigur frá borði, 98-88.
Karfan spjallaði við Einar Árna Jóhannsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í IceMar höllinni.