spot_img
HomeFréttirEinar Árni þrítugur

Einar Árni þrítugur

15:23 

{mosimage}

 

 

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Íslandsmeistara UMFN er þrítugur í dag. Einar varð Íslandsmeistari með UMFN á síðustu leiktíð er liðið lagði Skallagrím að velli í úrslitum. Það var jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill Einars sem þjálfari í úrvalsdeild. Við grípum niður í pistil sem birtur er á heimasíðu Njarðvíkinga, www.umfn.is

 

Kappinn hefur átt langan og farsælan feril með UMFN, fyrst sem afbragðsleikmaður með hinum sigursæla (í b-riðli) árgangi 1977 og síðar meir sem einn sigursælasti þjálfari UMFN. Einar er á sínu 3ja ári sem þjálfari mfl og hefur staðið sig með sóma, hefur náð að landa öllum þeim titlum sem í boði eru að deildarmeistaratigninni undanskildri. Einar er ríkur maður og á 3 unga drengi með henni Gullu sinni, og skv. heimildum er verið að vinna í þeim málum að ná í 5 manna lið.

 

Þegar heimasíðan náði tali af Einari nú í morgun var hann við rjómatertuát í vinnunni en gaf sig þó í smá spjall.  Einar taldi sig finna 3 grá hár í morgun en kvaðst þó ekki kvíða ellinni “Það er engan bilbug á mér að finna enda líður mér eins og unglambi” sagði Einar og bætti við “veislan verður haldin síðar á árinu en þeir sem vilja gleðja mig núna eru það meira en lítið velkomið!” Við óskum Einari innilega til hamingju með 30 árin. 

 

Þess má geta að söngvarinn og leikarinn David Bowie er 60 ára í dag.  Ekki að það skipti neinu máli.

 

Frétt af www.umfn.is

Fréttir
- Auglýsing -