spot_img
HomeBikarkeppniEinar Árni: Feikiánægður með stelpurnar

Einar Árni: Feikiánægður með stelpurnar

Njarðvík vann sinn fyrsta sigur á Tindastól á tímabilinu þegar liðið komst í undanúrslit VÍS-bikarsins í dag.

Viðureign liðanna fór fram í IceMar-Höllinni í Njarðvík og var hörkuspennandi eins og fyrri tvær viðureignir liðanna á tímabilinu. Dinkins gerði þrennu í liði Njarðvíkinga og sannaði enn eina ferðina að hún er einn allra fremsti leikmaður íslenska boltans í dag.

Tindastóll gerði nokkrar strangheiðarlegar tilraunir til þess að slá Njarðvík úr keppninni í dag en það hafðist ekki og lokatölur í Njarðvík 80-73. 

Hérna er meira um leikinn

Hérna eru úrslit dagsins í VÍS bikarkeppninni

Karfan spjallaði við Einar Árna Jóhannsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í IceMar höllinni.

Fréttir
- Auglýsing -