spot_img
HomeFréttirEinar Árni eftir tap gegn KR

Einar Árni eftir tap gegn KR

 

Þið voruð yfir framan af, hvað heldurðu að hafi klikkað þarna í lokinn?

Það er nú fyrst og sér bara tapaðir boltar. Við erum með 25 í heildina í leiknum og náttúrulega svona mjög crucial tapaðir boltar sem okkur var bara refsað grimmilega fyrir í byrjun fjórða. Ég held það séu svona fyrstu fjórar mínúturnar í fjórða leikhlutanum sem svona búa til þetta forskot sem að við vorum að elta svo í restina. Ég ætla nú bara að taka það jákvæða út úr þessum leik. Mér fannst við vera virkilega góðir þessa fyrstu þrjá leikhluta og gáfumst aldrei upp þannig ég er bara ánægður með mjög margt í mínu liði.

 

Þið misstuð Vance útaf þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Telurðu að það hafi haft mikil áhrif?

Jújú auðvitað truflar það okkur. Hann er náttúrulega okkar skorari en hann var svo sem ekkert búinn að vera eitthvað að skora grimmt í dag og við erum ekki eins manns lið. Það er bara áfram gakk og það bara koma aðrir menn inn. Eins og ég segi, við vorum komnir í erfiða stöðu þegar hann fór útaf. Þá voru þessar fjórar mínútur, sem voru okkur kannski dýrkeyptar, búnar. Auðvitað hefðum við viljað hafa hann þessar síðustu sex. Hann er búinn að standa sig vel fyrir okkur og alltaf vont þegar við missum lykilmenn út.

 

Ertu ánægður með frammistöðu þinna manna?

Ég er ánægður með margt en ég er aldrei ánægður þegar við töpum. Það er fullt af hlutum sem við getum tekið út úr þessum leik til að byggja á fyrir næsta slag. Nú bara eru það Stólarnir sem gárungarnir segja að séu næst bestir þannig það er bara áfram gakk.

Fréttir
- Auglýsing -