spot_img
HomeFréttirEinar Árni áfram í grænu

Einar Árni áfram í grænu

10:38

{mosimage}

Hinn eftirsótti  þjálfari Einar Árni Jóhannsson mun skrifa undir tveggja ára samning við Breiðablik um að þjálfa karlalið félagins auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka. Eins og karfan.is hefur greint frá undanfarið hefur Einar hafnað nokkrum liðum.     

En hvernig lýst Einari Árna á að taka við Blikum?     

Ég er bara mjög spenntur og hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni með Pétri Hrafni og félögum. Það er öflugt fólk sem stendur að  baki deildinni og það eru svo sannarlega sóknarfæri, enda 30 þúsund manna bæjarfélag     

Er markmiðið að fara upp?     

Já, stefnan er tekin á að fara upp. Liðið varð í öðru sæti í 1. deild í fyrra en náðiekki að komast upp úr úrslitakeppni og það er ljóst að  menn ætla sér að gera betur næsta vetur.     

Hvað með leikmannamál?     

Það er hlutur sem við skoðum núna á næstunni. Númer eitt er  að skoða hvort við höldum ekki kjarnanum frá því í vetur og sjá hvort eitthvaðð vanti upp á áður en við förum að líta út fyrir hópinn.     

Karfan.is lagði einnig nokkrar spurningar fyrir Pétur Hrafn Sigurðsson formann körfuknattleiksdeildar Breiðabliks.  

Hvernig leggst í Blika að fá þjálfara ársins í sínar raðir?     

Það er mikil ánægja hjá kkd. Breiðabliks yfir að hafa fengið þjálfara ársins Einar Árna til liðs við félagið. Einar Árni hefur sýnt og sannað að þar fer afar hæfur og sigursæll þjálfari hvort heldur sem um er að ræða meistaraflokka eða uppbyggingu yngri flokka.    

Menn hljóta að hafa væntingar, hvert er markmiðið?     

Með ráðningunni hefur kkd Breiðabliks sett sér það markmið að komast í Iceland Expressdeild karla strax á næsta ári. Einnig er markmiðið að efla enn frekar gott unglingastarf félagsins og mun Einar Árni starfa sem yfirþjálfari yngri flokka. Yngri flokkar félagsins hafa náð góðum árangri í  yngri flokkum og hefur jafnt og þétt fjölgað yngri iðkendum í deildinni. Verður  haldið áfram á þeirri braut.  

 

[email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -