Nú á dögunum er körfuboltaverslunin Miðherji.is að taka á móti mikið af nýjum og spennandi vörum fyrir jól. Þessi jólin liggur áherslan á peysur, boli, körfuboltatreyjur og fleira.
Í síðastliðinni viku kom mikið af flottum Jordan peysum og fer hver að verða síðastur að verða sér úti um eintak fyrir jólin.



Aðspurðir segjast þeir vera nokkuð brattir fyrir jólin, „Þetta ár hefur verið algjör rússíbani. Vegna ástandsins í heiminum hefur mikið borið á framleiðsluskorti og pantanir sem við gerðum fyrir jólin munu ekki berast að fullu. Fyrir 6 mánuðum síðan pöntuðum við allar þær vörur sem við ætluðum að fá afhentar fyrir jólin. Vegna aðstæðna og framleiðslu erfiðleika um allan heim var 80% af skópörunum í þessum pöntunum hafnað í nóvember þegar framleiðendur sáu að þeir næðu ekki að anna fyrirfram pöntuðum vörum. Við gátum sem betur fer bætt í fatnaðinn í staðinn“ segir Arnar Freyr Magnússon eigandi verslunarinnar.

„Vegna ástandins og fjöldatakmarkana sem gætu verið framlengdar eitthvað inn í desember mælum við með að fólk verði fyrr í ár að kíkja í heimsókn en ella til að gera okkur kleift að dreifa álaginu betur. Þó vonum við að aðeins verði rýmt fyrir fjöldatakmörkunum í desember svo við getum annað fleiri viðskiptavini í einu í verslun“
Miðherji.is vill líka benda á að það er alltaf hægt að skoða úrvalið í vefversluninni en hún endurspeglar allt úrval sem er fáanlegt í verslun.

Hægt er að fá sendingar samdægurs heim að dyrum innan höfuðborgarsvæðisins eða frítt í póstbox eða pósthús. Einnig er hægt að fá þína vöru pakkaða inn hvort sem þú kemur í verslun eða verslar á netinu.

Eftirfarandi er kynning fyrir www.midherji.is