spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEgill og Guðjón áfram hjá Ármanni

Egill og Guðjón áfram hjá Ármanni

Ármenningar halda í tvo uppalda Ármenninga sem skrifuðu á dögunum undir samninga um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Það eru þeir Guðjón Hlynur Sigurðarson og Egill Jón Agnarsson.

Í tilkynningu Ármanns segir:

Guðjón sem hefur leikið með Ármanni síðustu ár og er uppalinn hjá félaginu hefur sprungið út og sýnt hvers hann er megnugur uppá síðkastið.

Guðjón var með 6 stig að meðaltali á síðustu leiktíð og 35% þriggja stiga nýtingu.
Þá hefur Guðjón verið fyrirliði liðsins síðustu tvö ár og verið mikill leiðtogi innan vallar sem utan.

Egill Jón er uppalinn Ármenningur en hefur síðustu ár leikið með Val. Á síðustu leiktíð lék hann með Ármann á venslasamningu frá Val og stóð sig frábærlega.

Hann var með 6,1 stig að meðaltali í leik og átti margar mikilvægar frammistöður. Sú eftirminnilegasta líklega þegar hann setti sigurkörfuna gegn Fjölni í 2. umferð.

Fyrr í dag sögðum við frá því að Ármann hefði samið við Ingimund Orra og fyrir nokkru samdi liðið við DeVaugnh Jenkins. Liðið hefur einnig misst nokkra leikmenn og mæta því með nokkuð breytt lið til leiks á næstu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -