spot_img
HomeFréttirEgill, Atli og Kristján framlengja í Borgarnesi

Egill, Atli og Kristján framlengja í Borgarnesi

Skallagrímsmenn hafa framlengt við þá Egil Egilsson, Atla Aðalsteinsson og Kristján Ómarsson fyrir komandi átök í Domino´s deild karla á næsta tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Skallagríms.
 
 
Á vefsíðu Skallanna segir einnig:
 
?Egill hefur verið einn af burðarásum í liðsins undan farin ár og er það mikið gleðiefni að hann sé til í slaginn áfram með Skallagrím. ?

Atli var fastamaður í liðinu á síðasta tímabili og var mjög vaxandi í leik sínum og sannaði sig rækilega með mikilli baráttu bæði í vörn og sókn. ?

Kristján Ómarsson er hávaxinn strákur sem fékk nokkur tækifæri með liðinu í úrvalsdeild í fyrra og stóð sig vel með drengjaflokki ásamt því að leika með sameiginlegu liði Skallagríms og Snæfells í unglingaflokki en það lið náði frábærum árangri á síðasta keppnistímabili.
  
Mynd/ Egill Egilsson í leik með Skallagrím gegn KR.
Fréttir
- Auglýsing -