spot_img
HomeFréttirEggert Maríuson í banni gegn FSu

Eggert Maríuson í banni gegn FSu

11:16

{mosimage}

Á heimasíðu KKÍ kemur fram að aganefnd kom saman í gær og tók fyrir þrjú mál. 

Eggert Maríusyni þjálfara Vals var vikið af velli í leik liðsins gegn Skallagrími í Lýsingarbikarnum um síðustu helgi og hlaut hann 1 leik í bann. Hann mun því taka bannið út í leik liðsins á laugardag gegn FSu.

 

 

Fannar Ólafsson hlaut áminningu en honum var vikið af velli fyrir 2 óíþróttamannslegar villur í leik KR gegn Tindastóli í Lýsingarbikarnum. 

Þá fékk Kjartan Kjartansson leikmaður Stjörnunnar 1 leik í bann fyrir brottrekstur í leik við FSu á dögunum. Hann tekur út bann sitt í leik gegn KFÍ í byrjun janúar.

 

[email protected]

 

Mynd: valur.is

Fréttir
- Auglýsing -