Eftir hæga byrjun pakkaði Valur heimamönnum í Þór saman í seinni hálfleik

Þór                  25-20-23-13    81

Valur               15-29-33-19    96

Þór Þorlákshöfn fékk Val í heimsókn í síðasta leik í fyrstu umferð Subway deildar karla.

Fyrir leik

Mikil stemning er í Þorlákshöfn og vel mætt á pallana.

Þórsarar mæta með nýja menn en Ragnar Br. Er mættur aftur í höfnina auk þess kom D.Davis frá Haukum og svo Nigel Pruitt. Vinnie S yfirgaf Þór og Styrmir Snær fór til Belgíu.

Þeir héldu í Tómas Val sem er af mörgum talin efnilegasti og mest spennandi leikmaður deildrinnar.Einnig héldu þeir í Jordan Sample sem fær að mæta Acox, sjáum hvernig það fer.

Valsmenn sömdu aftur við sína menn en þó fór Callum Lawson á ný mið og Pablo líka. Í stað þeirra hafa þeir fengið Kristinn Pálsson í flottu formi J.Jeffersson og A.Monteiero

Einnig er talað um að Acox hafi gert risasamning við Val enda líka innistæða fyrir því.

Kári er á skýrslu.

Byrjunnarlið:

Þór: Davíð,Tómas,D.Davis, J,Sample, N.Pruitt

Valur: Kári, Kristófer, Hjálmar, Kristinn, Jeffersson

Þórsarar mæta fyrri til leiks og vinna fyrsta leikhluta 25-15 en Valsmenn vinna þann mun upp í öðrum leikhluta og fyrri hálfleikur endar Þór 45-44 Valur. Það er engu líkara en það sé smá rígur því það er enginn haustbragur á þessum leik.

Tölfræði í hálfleik

Þór:      2P-36%, 3P-35%, Frk-24, TO-3               D.Davis 13 stig, 6 stoð, 18 frl

Valur:  2P-47%, 3P-37%, Frk-31, TO 11           Joshua.j 11 stig, 3 stoð, 9 frl

Þessi lið þekkja hvort annað vel og leikurinn heldur áfram að vera jafn. Leikur Valsmanna gengur betur enda líka þekkja þeir vel að spila saman og ná þeir yfirhöndinni. Það er engu líkara en að einvígi þessara liða Þórs og Vals sé orðið alvöru rígur því leikurinn er frábær.

Þór 68-77 Valur leikhluti eftir.

Valsmenn eru betur drillaðir og líkt að það sé gæðamunur á liðunum, Þórsarar berjast hetjulega og hittu ekki á sinn dag of margir leikmenn sem mæta ekki í dag.

Þór 81-96  Valur

Hjá Þór var Darwin Davis með 26 stig 28 framlag og Sample 14 stig 11 fráköst og 24 í framlag

Hjá Val voru Joshua og Kári með sitthvor 20 stigin og báðir yfir 20 í framlag

Hrós: Fær umgjörðinn hjá Þórsurum og áhörfendur fyrir frábæra stemningu

Hvað næst

Valur fær nýliða Hamar í heimsókn 11 okt

Þór fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni 12 okt

Tölfræði leiks