spot_img
HomeFréttirEdin á förum frá Ísafirði sökum meiðsla

Edin á förum frá Ísafirði sökum meiðsla

 
 
Edin Sulic er nú farinn heim á leið eftir erfið meiðsli, uppskurð og endurhæfingu í margar vikur. Hann mun því ekki leika meira með KFÍ í Iceland Express deildinni. Aðgerðin heppnaðist ágætlega sem Edin fór í en hann þarf mun lengri tíma til þess að ná sér að fullu. www.kfi.is greinir frá.
Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Edin sem leið mjög vel á Ísafirði og gerði allt sem hann gat í þeim leikjum sem tók þátt í með félaginu. Hann var með 15.3 stig. 9,5 fráköst og 1.3 varin í leik á annari löppinni.
 
Á heimasíðu KFÍ segir ennfremur:
Og það verður ekki kvartað yfir hans framlagi frá okkur. Það er mikill söknuður af þessum pilt, enda frábær leikmaður og sömuleiðis félagi. Nú stendur leit yfir af manni í hans stað og verður greint frá því um leið og eitthvað gerist í þeim efnum.
 
Mynd/ Edin er lengst t.v. á myndinni nr. 14.
 
Fréttir
- Auglýsing -