spot_img
HomeFréttirEddy Curry í sóðamálum

Eddy Curry í sóðamálum

15:44:18
 Miðherjinn Eddy Curry hjá NY Knicks hefur ekki átt gott tímabil þar sem hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla og einungis leikið einn leik. Það er hins vegar ekki stærsti vandinn sem hann á við að glíma í augnablikinu því að fyrrum starfsmaður hans hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni og kynþáttafordóma.

Nánar hér að neðan…
Maðurinn, Dave Kuchinsky að nafni, heldur því fram að Curry, giftur fjögurra barna faðir, hafi leitað á sig og berað sig margoft fyrir framan hann. Hann hafi einnig haft uppi svívirðingar um Gyðinga, en Kuchinsky er af Gyðingaættum, og kallað hann nöfnum eins og „hvítingi“, „hvíti þræll“, „hvíti djöfull“ og, það sem hljómar einkennilega að segja um Gyðing, „æðstaprest KKK“.

Kuchinsky vann hjá Curry í 3 ár þar til farm í sl. Október, en starfslok hans voru ekki í góðu.

Það kemur sennilega ekki á óvart að Curry þvertekur fyrir að stoð sé fyrir þessum ásökunum. Hann segist vera í áfalli. „Hann kom upp að vinum mínum fyrir nokkru og reyndi að fá peninga hjá þeim. En ég hélt að hann færi ekki svona langt með þetta. Ég hélt að þetta væru bara innantómar hótanir, til að kúga út úr mér peninga.“

Allir sem þekkja mig vita að ég er ekki kynþáttatari. Ég hef aldrei sagt nokkuð í þessa átt, ekki einu sinni í gríni.“

Kuchinski krefst 5 milljóna dala í skaðabætur. Nánari útlistun á ásökunum hans er ekki við hæfi á virðulegri síðu eins og karfan.is er, en fyrir þá sem vilja kíkja nánar á málið er hægt að smella hér til að sjá ansi skemmtilega bloggsíðu sem kryfur málið til mergjar.

Heimild: Yahoo! Sports

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -