KR hefur tryggt sér starfskrafta Ebone Henry en sú er 22 ára gömul Bandaríkjamær og lék síðustu fjögur ár með Albany háskólanum í New York. Við skólann setti Henry stigamet og stal einnig næstflestum boltum í sögu skólans.
Á heimasíðu KR kemur fram að KR mæti Val annað kvöld og Hamri viku eftir Valsleikinn. Henry fyllir skarð Kelli Thompson og binda KR-ingar töluverðar vonir við frammistöðu Henry enda KR á botni Domino´s deildar kvenna um þessar mundir.
www.kr.is/karfa