Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Svíþjóð í dag í sínum fjórða leik á Norðurlandamótinu í Södertalje. Liðið hefur því unnið tvo leiki og tapað tveimur, en lokaleikur þeirra á mótinu verður gegn Eistlandi og verður það hreinn úrslitaleikur um þriðja sæti mótsins.
Dzana Crnac átti ágætis leik fyrir Ísland þrátt fyrir tapið í dag, skilaði 7 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil