Aþena tryggði sér VÍS bikarmeistaratitilinn í kvöld með sigri gegn Hamar/Þór í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 71-63.
Að leik loknum var Dzana Crnac valin besti leikmaður úrslitaleiksins, en hún skilaði 19 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta á 35 mínútum spiluðum.

Karfan spjallaði við Dzönu eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni.