spot_img
HomeFréttirDustin Salisbery til Njarðvíkur

Dustin Salisbery til Njarðvíkur

 Nú eru liðin í Dominosdeildinni hvert á fætur öðru að ganga frá samningum við erlenda leikmenn og nú hafa Njarðvíkingar samið við Dustin Salisbery fyrir komandi tímabil. Salisbery er 29 ára gamall skotbakvörður sem lék á sínum tíma með Temple háskólanum. Kappinn er 196 cm hár og um 93 kg og virðist vera hokin af reynslu í atvinnumennskunni þar sem hann hefur verið í Mexíkó, Þýskalandi og Dóminíska Lýðveldinu svo eitthvað sé nefnt. 
 
Gunnar Örlygsson sagði í samtali við Karfan.is að á pappírum ætti þessi maður að henta bæði deildinni og liði Njarðvíkur vel en svo ætti þetta allt að koma í ljós eins og gengur og gerist. 
Fréttir
- Auglýsing -