Við fórum aðeins í gegnum nokkra þeirra fjölmörgu valkosta sem í boði eru fyrir fyrrum (2014) verðmætasta leikmann NBA deildarinnar, Kevin Durant, nú þegar hann er með (nánast) lausann samning. Nýjustu fregnir herma hinsvegar að hann hafi slegið vistaskipti til félaga síns í Houston Rockets (James Harden) út af borðinu. Þó er hann talinn líklegur til að hitta forráðamenn bæði San Antonio Spurs og Golden State Warriors til þess að fara yfir málin áður en hann svo ákveður hvar hann verður. Samkvæmt reglum deildarinnar mega engar slíkar viðræður þó fara fram fyrr en eftir 1. júlí næstkomandi.
Það skal tekið fram að ennþá er þó talið lang líklegast að hann semji aftur við lið sitt Oklahoma City Thunder.