spot_img
HomeFréttirDuncan og Bowen í varnarúrvali NBA

Duncan og Bowen í varnarúrvali NBA

10:30

{mosimage}
(Marcus Camby er varnarmaður ársins 2006-07)

Varnarlið ársins í deildarkeppni NBA var tilkynnt í dag og þar ber hæst að fastagestirnir í úrvalsliðinu og samherjarnir Tim Duncan frá San Antonio voru á sínum stað. Auk þeirra voru þeir Marcus Camby frá Denver, Kobe Bryant frá LA Lakers og Raja Bell frá Phoenix í varnarliði ársins.

Þetta er í tíunda skiptið í röð sem Duncan er í varnarúrvali deildarinnar en félagi hans Bowen var í því í sjöunda skipti og fékk flest atkvæði allra í liðið að þessu sinni. Varnarmaður ársins, Marcus Camby, var í liðinu í þriðja sinn, Kobe Bryant í sjöunda – en Raja Bell hjá Phoenix var í fyrsta sinn valinn í úrvalslið varnarmanna.

Í öðru besta varnarliðinu voru þeir Ben Wallace og Kirk Hinrich frá Chicago, Jason Kidd frá New Jersey, Tayshaun Prince frá Detroit og Kevin Garnett frá Minnesota. Það var nefnd skipuð þjálfurum liðanna í deildinni sem stóð að valinu en þjálfarar máttu ekki gefa eigin leikmönnum atkvæði.

Varnarúrvalið (Stig)

Bruce Bowen, San Antonionio 42
Tim Duncan, San Antonio 36
Marcus Camby, Denver 34
Kobe Bryant, L.A. Lakers 32
Raja Bell, Phoenix 25

Annað liðið (stig)

Ben Wallace, Chicago 33
Jason Kidd, New Jersey 23
Tayshaun Prince, Detroit 21
Kevin Garnett, Minnesota 20
Kirk Hinrich, Chicago 18

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -