Elvar Már Friðriksson og Maroussi máttu þola tap gegn Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni, 88-104.
Á rúmum 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 12 stigum, 2 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var næst framlagshæstur í liði Maroussi í leiknum.
Maroussi er við botn grísku deildarinnar, í 12. sætinu með 26 stig.