spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaDuglegur að mata liðsfélagana gegn Heidelberg

Duglegur að mata liðsfélagana gegn Heidelberg

Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Heidelberg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 92-65.

Martin lék tæpar 17 mínútur í leiknum, hafði hægt um sig í stigaskorun, en skilaði frákasti, 6 stoðsendingum og stolnum bolta.

Sigurinn var sá þriðji í röð fyrir Alba Berlin, en þeir eru nú í 12. sæti deildarinnar með sjö sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -