spot_img
HomeFréttirDrengirnir lutu í lægra haldi gegn Tékklandi í Skopje

Drengirnir lutu í lægra haldi gegn Tékklandi í Skopje

Undir 16 ára drengjalið Íslands laut í lægra haldi gegn Tékklandi á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu. Leikurinn var sá annar sem liðið tapar á mótinu, en næst eiga þeir leik á morgun laugardag kl. 16:30 gegn Kýpur.

Leikur kvöldsins fór nokkuð fjörlega af stað og virtist íslenska liðið vera með ágætis tök á leiknum vel inn í fyrsta leikhlutann. Undir lok hans og síðan inn í annan leikhlutann missa þeir tökin og Tékkland kemst þægilega 15 stiga forystu áður en fyrri hálfleikurinn er á enda. Því forskoti hélt Tékkland svo nánast út leikinn, en að lokum vinna þeir með 15 stigum, 63-78.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Patrik Birmingham með 13 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá skilaði Róbert Óskarsson 10 stigum og Jakob Leifsson var með 7 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -