spot_img
HomeFréttirDrengirnir lutu í lægra haldi gegn Póllandi í Skopje

Drengirnir lutu í lægra haldi gegn Póllandi í Skopje

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap gegn sterku liði Póllands á Evrópumótinu í Skopje í dag, 90-71. Var leikurinn sá þriðji af fimm sem liðið leikur í riðlakeppni mótsins, en það sem af er hafa þeir unnið einn og tapað tveimur.

Pólska liðið byggði sér upp þægilega forystu í upphafi leiks, en í hálfleik voru þeir komnir 25 stigum á undan. Ísland gerði ágætlega að missa þá ekki lengra frá sér í seinni hálfleiknum, klóra aðeins í bakkann í þeim fjórða, en niðurstaðan engu að síður 19 stiga tap, 90-71.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Viktor Jónas Lúðvíksson með 13 stig, 13 fráköst og Birkir Hrafn Eyþórsson með 15 stig og 8 fráköst.

Næsti leikur Íslands á mótinu er komandi þriðjudag 30. júlí kl. 11:30 að íslenskum tíma gegn Kósovó.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -