spot_img
HomeFréttirDrengirnir lögðu Slóvakíu örugglega

Drengirnir lögðu Slóvakíu örugglega

Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Slóvakíu í fyrsta leik umspils um sæti 9 til 16 á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu.

Íslenska liðið leiddi með 11 stigum eftir fyrsta fjórðung og bætti svo hægt og rólega við forskot sitt þangað til leikurinn endaði, en lokaniðurstaðan var 18 stiga sigur, 57-75.

Birkir Hrafn Eyþórsson var atkvæðamestur í liði Íslands í dag með 20 stig og 9 fráköst. Þá skilaði Lars Erik Bragason 10 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og Ásmundur Múli Ármannsson var með 12 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.

Næst mun Ísland því leika um 9 til 12 sæti mótsins á morgun laugardag, en mótherji þeirra verður sigurvegari viðureignar Noregs og Úkraínu sem fór af stað eftir að leik Íslands lauk.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -