spot_img
HomeFréttirDrekarnir auka muninn: Tóku toppslaginn á útivelli

Drekarnir auka muninn: Tóku toppslaginn á útivelli

 
Jakob Örn og Hlynur Elías gerðu góða ferð á heimavöll LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin mættust í toppslag þar sem Drekarnir frá Sundsvall lönduðu 81-94 sigri og hafa nú fjögurra stiga forskot á LF og eiga leik til góða!
Sex leikmenn Sundsvall gerðu 10 stig eða meira í leiknum og þeir Jakob og Hlynur voru báðir með 10 stig. Hlynur var einnig með 11 fráköst og 5 stoðsendingar og Jakob bætti við 5 fráköstum og 4 stoðsendingum. Stigahæstur hjá Sundsvall var Alex Wesby með 30 stig.
 
Sundsvall á nú 11 deildarleiki eftir en tíu lið leika fjórfalda umferð í Svíþjóð svo heildarumferðirnar eru 36 talsins. Það eru því enn 22 stig í pottinum og lítið ráðrúm til að slaka á þessi misserin.
 
Logi Gunnarsson og Solna mæta svo Boras á útivelli annað kvöld og Helgi Magnússon verður einnig á útivelli með Uppsala Basket þegar liðið heimsækir Södertalje Kings.
 
Mynd/ Jakob gerði 10 stig í sigri Sundsvall í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -