20:39
{mosimage}
Dregið var í riðla fyrir Meistaradeildina næsta vetur í Jesolo á Ítalíu á dögunum. 24 lið eru skráð til leiks og voru þau dregin í 3 riðla.
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma eru í riðli með Evrópumeisturum Panathinaikos ásamt fleiri stórliðum eins og Barcelona, Real Madrid og Partizan Belgrad. Einnig eru í riðlinum Fenerbache frá Tyrklandi, Brose Baskets frá Þýskalandi og frönsku meistararnir í Roanne.
Unicaja Malaga, sem Pavel Ermolinskij leikur með, er í riðli með Maccabi Elite, Efes Pilsen frá Tyrklandi, Aris TT Bank frá Grikklandi, Cibona Zagreb, Le Mans frá Frakklandi, L. Rytas frá Litháen og AJ Milano.
Í þriðja riðlinum eru svo CSKA Moskva, Tau Ceramica frá Spáni, Olympiakos, Prokom Trefl frá Póllandi, Union Olimpija frá Slóveníu, Zalgiris Kaunas frá Litháen, ítölsku meistararnir í Montepaschi og silfurliðið frá Ítalíu Virtus Bologna. Keppnin hefst svo 24. október.
Mynd: www.virtusroma.it