spot_img
HomeFréttirDraumariðill Loga Gunnarsson á Eurobasket

Draumariðill Loga Gunnarsson á Eurobasket

 

Hlynur Bæringsson reið á vaðið í gær og tjáði okkur sinn draumariðil fyrir Eurobasket 2017.  Nú er komið að Loga Gunnarssyni að velja sinn draumariðil.  Þetta er nokkuð álíka riðill og Hlynur en þó með tveimur nýjum liðum.  Sjáum hér að neðan hvað Logi valdi og hvers vegna. 

 

Ísland
Belgía
Finnland
Georgía
Frakkland
Tékkland

 

Fyrst við erum búnir að prufa sterkasta riðil allra tíma á Eurobasket þá eigum við inni aðeins öðruvísi drátt. Ég hefði ekki viljað hann öðruvísi síðast því það var draumur að fá að mæta þeim allra bestu í álfunni á nokkrum dögum og við stóðum í þeim flestum. Núna er maður að vonast eftir viðráðanlegri riðli. Við höfum unnið Belgíu og Georgíu áður þó það sé lengra síðan við spiluðum við Georgíu. Finnland eru mjög sterkir enn manni finnst við ættum meira í þá en aðrar þjóðir í þeim styrkleika, svo höfum við oft miðað okkur við þá. Þeir gerðu svipað og við fyrir nokkrum árum og voru svona óvænta þjóðin til að komast inná keppnina og hafa verið fastagestir síðan. Tékkarnir eru sterkir en við hugsum aðeins öðruvísi nú þegar við mætum þessum þjóðum og vitum að við getum unnið. Frakkland er stútfullt af stjörnum og væri gaman að fá þá.

 

Ég er hinsvegar herbergisfélaga Ægis og veit að það myndi ekki ganga að fá Grikkina útaf Spanoulis eins og Hlynur talaði um. Ægir gæti farið að knúsa hann og þetta yrði vesen.
 

Fréttir
- Auglýsing -