spot_img
HomeFréttirDrake lag fyrir öll lið í Domino´s deild karla

Drake lag fyrir öll lið í Domino´s deild karla

 

Um daginn sleppti tónlistarmaðurinn Drake frá sér sinni annarri plötu á þessu ári. Með honum, á allri plötunni, er listamaður að nafni Future, en hún ber nafnið “What A Time To Be Alive”. Fyrr á árinu hafði Drake gefið út sólóplötuna “If You Are Reading This, It´s Too Late”. Í nánast beinu framhaldi útgáfu þeirrar plötu, fóru öll lög hennar inn á bandaríska Billboard top 100 smáskífulistann. Það afrek er ekki eitthvað sem neinn listamaður hefur áður unnið. Nú eftir aðra plötuna er það svo komið á hreint. Drake er sá tónlistarmaður sem fólk nær mest í yfir veraldarvefinn. Ekki slæmt það.

Yrkisefni Drake, eða Aubrey Drake Graham, eru allskonar. Kannski eilítið eins og Dominos deildin og lið hennar í körfubolta. Til þess að fagna því að boltinn sé nú við það að fara að rúlla af stað hér heima, sem og til þess að fagna þessum einstaka árangri listamannsins, ákváðum við að para saman  lög Drake með liðum deildarinnar.

Hér má sjá útgáfu veftímaritssins Complex frá árinu 2013, en þá nýttu þeir sér lög R. Kelly til þess að túlka lið NBA deildarinnar.
Hér má sjá hvernig textar Kanye West af plötu hans, Yeezuz, eru notaðir til þess að útskýra 2012-13 NBA tímabilið.

ÍR 

Lag: Live from the Gutter

Texti: “In one ear and out the other / Shut your mouth and take what’s coming”

 

Þvílík klisja sem það er orðið að líkja Breiðholtinu við Gettóið. Þessi nú, menningarmiðstöð höfuðborgarinnar. Þar sem Erró er á öðrum hverjum vegg og borgarstjórinn heldur úti skrifstofu. Skemmtileg klisja engu að síður, Hellirinn og Hypnotize með Biggie Smalls er ekkert nema fagmennska. Gaman að þessu. ÍR er “Hood” deildarinnar.

 

 

 

 

 

Keflavík

Lag: Worst Behavior

Texti: “Mothafuckas never loved us! / Man, mothafuckas never loved us / Worst behavior! / Mothafuckas never loved us”

 

Þó Keflavík hafi nú, líkt nokkrum sem spila með þeim í deild þeirra bestu, unnið þónokkurn bikarinn í gegnum tíðina. Þá kom ekkert annað lag til greina en þetta. Heimavöllinn kalla þeir Sláturhúsið, hrokinn er algjör og oftar en ekki, hefur verið meira en næg innistæða hjá þeim fyrir honum. Þekktir fyrir að, meðal annars, hlaupa og skjóta, þá eru þeir einnig þekktir fyrir að láta finna duglega fyrir sér. Hver sem mótherjinn eða staðan í leiknum er. Helst til meira ef að það vantar upp á að hreinræktaðir hæfileikar hafi vinninginn (hver man ekki eftir blóðbaðinu sem 4. leikur lokaúrslitanna gegn Snæfell varð í Stykkishólmi hér fyrir fáeinum árum) Vissulega, kunna ekki allir að meta þá þegar að þeir eru á sinni “verstu hegðun”.

 

 

 

Njarðvík

Lag: Legend

Texti: “Oh my God, oh my God / If I die, I'm a legend”

 

Njarðvík er lang sigursælasta liðs Íslands fyrr og síðar (síðan að fyrirkomulag úrslitakeppni var tekið upp) Unnu t.d. einhverja 4 titla í röð á 9. áratug síðustu aldar (sem er met – geri aðrir betur) Hafa reyndar ekki unnið þann stóra síðan 2007, en hafa nánast hvert einasta ár sittí efstu deild teflt fram liði sem getur unnið hvaða annað lið sem er. Því ekki úr vegi að lag þeirra grænu fái að vera háfleygt og stórt í inntaki, innistæðan er svo sannarlega til staðar. Ófáar goðsagnirnar fæddar og uppaldar á fjölum Ljónagryfjunnar.

 

 

 

Snæfell

Lag: We´ll be Fine

Texti: “Seems like yesterday that I was up and coming / Still so young that I ain´t had enough of nothing”

 

Saga Snæfells í efstu deild er kannski ekki sú allra lengsta (m.v. mörg önnur lið), en eitt má hún eiga, hún hefur verið sterk. Þó liðið hafi aðeins unnið einn Íslandsmeistaratitil, þá hafa þeir oftar en ekki verið á eða við topp deildarinnar. Snæfell verða bókað, þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ákveðnar breytingar á lykilmönnum síðastliðin ár, í góðu lagi í vetur.

 

 

 

KR 

Lag: Headlines

Texti: “No, don't do it / Please don't do it / Cause one of us goes in / And we all go through it / Drizzy got the money / So Drizzy gonna pay it / Those my brothers / I ain't even gotta say it”

 

Það fer ekkert á milli mála hvert liðið er sem á að vinna í vetur. KR, eftir að hafa varið sinn fyrsta titil síðastliðið vor eru með ógnarlegt lið. Voru líka með svakalegt lið síðasta vor reyndar, bættu bara í, einn landsliðsmaðurinn í viðbót takk í Ægi Steinarssyni. Jafnvel væri hægt að fara svo langt og segja að þessi áratugurinn væri þeirra, þ.e. að ákveðin gullöld væri að eiga sér stað þar þessa stundina. Strákar sem spilað hafa (flestir) saman lengi, efnilegir yngri leikmenn koma upp hjá þeim í kippum og stöku eldri leikmanni er bætt við ef hann býðst. Þessi samsetning liðs svo í bland við einhverja eftirsóknarverðustu umgjörð landsins. Þetta er ekki óvart og þeir eiga alveg örugglega einhverjar fyrirsagnirnar fyrir okkur í vetur.

 

 

 

Þór Þorlákshöfn

Lag: Practice

Texti: “I can tell that you’ve been practicing”

 

Fyrir tímabilið urðu ákveðin vatnaskil hjá liðinu græna úr Þorlákshöfn. Benedikt Guðmundsson pakkaði saman dótinu sínu og hélt norður á Akureyri, en hann hafði þjálfað liðið í nokkur ár við einkar góðan orðstír. Nýjan þjálfara fundu þeir í Njarðvík í Einari Árna, sem og virkilega flottar viðbætur við leikmannahópinn í Ragnari Nat (úr mennskunni) og Ragnari Erni Bragasyni (frá ÍR). Voru svosem með góðan hóp fyrir. Með þennan nýja þjálfara og leikmenn hlýtur því mikið púður að fara í æfingar þessa dagana. Allt verður þetta nú að vera rétt skrúfað saman fyrir fyrsta leik.

 

 

 

Haukar

Lag: No Tellin

Texti: “Please do not speak to me like I'm that Drake from four years ago / I'm at a higher place”

 

Textabrotið hér að ofan segir nánast alla söguna. Haukar eru ekki með sama lið og þeir voru með fyrir 4 árum. Þetta lið er mun betra og það er aldrei að vita hvert þeir fara með það í vetur eða næsta vor. Eitthvað efnilegasta lið landsins síðustu ár. Er þetta árið þeirra? Það er aldrei að vita…

 

 

 

Stjarnan 

Lag: Started from the bottom

Texti: “Started from the bottom now we're here / Started from the bottom now my whole team fucking here”

 

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar var ekki stofnuð fyrr en árið 1993 og er hún því með þeim yngri sem teflir fram liði í efstu deild. Liðið spilaði fyrst í efstu deild 8 árum seinna, árið 2001, en féll. Kom svo upp aftur árið 2007 og hefur ekki bara verið sleitulaust í efstu deild síðan þá, heldur hefur Stjarnan einnig verið að valda usla, t.a.m. unnið nokkra bikara (fyrirtækjabikarinn nú síðast), bikarmeistaratitla og farið í lokaúrslit Íslandsmótssins. Vissulega byrja öll lið á botninum og vinna sig upp (þannig eru reglurnar bara) og þ.a.l. einskorðast titill þessa lags sem slíkur ekkert endilega bara við þá. Stjarnan hinsvegar tókst á ansi stuttum tíma (frá stofnun deildar/fyrsta tímabili í efstu deild) að vinna sig alla leiðina upp og verða eitt af betri liðum deildarinnar.

 

 

 

Grindavík

Lag: I´m on one

Texti: “I´ll be right here in my spot / with a little bit more cash than I already got”

 

Þó að, vissulega, hafi Grindavík séð betri árangur hjá sínum mönnum heldur en á síðasta ári, þ.e. ef bara er miðað við þau 9 sem á undan komu. Á þeim er liðinu neflinlega, óumdeilanlega, skipað í flokk allra bestu liða landsins. Hvort sem það er stemmingin, góður rekstur, öflugt unglingastarf eða einhverjir fjármunir sem ráðið hafa ferð þar skulum við láta liggja á milli hluta. Enda skiptir það í raun ekki máli. Grindavík verður “On one” á góðum dögum í vetur, eins og áður, það er öruggt.

 

 

 

Höttur

Lag: Marvin’s Room

Texti: “I’m just sayin’ you could do better / Tell me have you heard that lately?”

 

Annað lið nýliða deildarinnar, Höttur frá Egilstöðum, hafa ekki beinlínis riðið feitum hesti af leikmannamarkaði þessa árs. Erfitt, kannski skiljanlega, getur reynst að lokka reynslu og hæfileika austur? Þeir eiga “Marvin´s Room” skuldlaust, nánast, eins og það hafi verið samið fyrir þá. Spurning hvernig Höttur nær að heimfæra gott gengi síðasta árs í deild neðar yfir á þetta tímabil? Margir hraustir og hæfileikaríkir leikmenn fyrir austan, það sýndu þeir í fyrra. Verður spennandi að fylgjast með þeim.

 

 

 

FSU 

Lag: Know Yourself

Texti: “This is that nasty flow / Top boy in this shit / I'm so international”

 

Hinir nýliðar deildarinnar eru FSU. FSU spilar ekki á mörgum leikmönnum sem hafa mikla reynslu í efstu deild. Leikáætlunin (að einhverju leyti) er víst sú að liðið ætlar sér að reyna hvað þeir geta til þess að hlaupa yfir þau lið sem að þeir spila við í vetur. Róðurinn samt kannski þungur fyrir nýliða sem hafa kannski ekki hefðina eða reynsluna af leikjum meðal þeirra bestu. Hinsvegar, ef eitthvað er að marka vaska framgöngu þeirra (þar sem þeir fóru í undanúrslit) í fyrirtækjabikarnum. Þá verður hraðinn mikill og liðsmenn FSU eiga eftir að fleygja sér, hausinn fyrst, í alla lausa bolta.

 

 

 

 

Tindastóll

Lag: Hold on were going home

Texti: “Oh just hold on we're going home (going home) / Just hold on we're going home (going home)”

 

Þrátt fyrir að vera allavegana einhverja 8 klukkutíma að komast til og frá hverjum einasta leik, hafa Sauðkrækingar teflt fram (nánast alltaf) einkar góðum liðum í gegnum tíðina. Hafa meira að segja náð að komast í úrslit oftar en einusinni. Því ber að taka hattinn ofan fyrir. Okkar peningar eru hinsvegar á að þessi ferðalög hafi ekkert alltaf verið það þæginlegasta og að oftar en ekki hafi einhver þurft að minna strákana á (í liðsferðum) að slaka aðeins á, því nú fari þeir alveg að verða komnir heim.

 

Hér fyrir neðan eru svo öll lögin saman á lista hjá karfan.is á Spotify:

Fréttir
- Auglýsing -