spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueDoncic og Real Madrid sendu rándýrt lið CSKA heim

Doncic og Real Madrid sendu rándýrt lið CSKA heim

Seinni undanúrslitaleikur Euroleague fór fram í kvöld þar sem Real Madrid sló út stórlið CSKA Moskvu í frábærum leik. Þar með er ljóst að Real Madrid og Fenerbache mætast í úrslitaleiknum á sunnudag.

 

CSKA var mun sterkara liðið í byrjun leiks en vörn Real Madrid tókst að halda Moskvu í skefjum í öðrum og þriðja leikhluta. Frábært áhlaup Real í byrjun fjórða leikhluta kom þeim í yfir tíu stig og það var munur sem þeir gáfu ekki eftir. Lokastaðan 92-83 og Real Madrid á leið í úrslit Euroleague í átjánda skipti. 

 

Ungstirnið sem allra augu eru á, Luka Doncic var frábær fyrir Real Madrid í dag. Hann var með 16 stig og 7 fráköst en þeir Gustavo Ayon og Sergio Llull voru einnig gríðarlega öflugir. 

 

Það eru klár vonbrigði fyrir rússana í CSKA að komast ekki lengra í Euroleague þetta árið. Markmiðið var klárlega að vinna þann stóra í ár og var öllu til tjaldað. Liðið er frábærlega skipað og miklir peningar settir í liðið. Það er því í raun áfall að liðið hafi að minnsta kosti ekki náð í úrslitaleikinn þetta árið. 

 

Úrslitaleikur Euroleague á milli Real Madrid og Fenerbache fer fram kl 18:00 á sunnudag að íslenskum tíma. Leikurinn um þriðja sætið fer fram kl 15:00. 

 

 

Mynd / Heimasíða Euroleague

Fréttir
- Auglýsing -