Körfuknattleikssamband Íslands hefur fengið nýjan samstarfsaðila en áðan voru Domino´s deildirnar kynntar til leiks í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Samningurinn gildir fyrir efstu deildir karla og kvenna til næstu þriggja ára og munu þær bera nafn Domino’s og heita Domino’s deild karla og Domino’s deild kvenna. www.kki.is greinir frá.
Mynd: Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjori Domino´s, í dag eftir undirritun samningsins.