spot_img
HomeFréttirDomino´s deild karla hefst aftur 4. janúar

Domino´s deild karla hefst aftur 4. janúar

Keppni í Domino´s deild karla hefst aftur á nýja árinu þann 4. janúar en þá verður heil umferð í boði. Þór Þorlákshöfn og Grindavík eru jöfn á toppi deildarinnar með 16 stig en þessi lið léku einmitt til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Deildin í ár er eins jöfn og hún gerist og ljóst að stigin sem í boði verða eftir áramót verða dýru verði keypt.
 
Svona er fyrsta umferðin eftir áramót, 4. janúar:
 
Njarðvík-Snæfell
ÍR-Keflavík
Grindavík-Tindastóll
Stjarnan-Fjölnir
KR-KFÍ
Þór Þorlákshöfn-Skallagrímur
 
Ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í dag myndu þessi lið komast inn:
Þór Þorlákshöfn, Grindavík, Snæfell, Stjarnan, KR Keflavík, Njarðvík og Fjölnir.
 
Skallagrímur og ÍR myndu sitja eftir en KFÍ og Tindastóll myndu falla í 1. deild.
 
Staðan í deildinni á nokkuð örugglega eftir að taka alls kyns breytingum enda deildin ein sú jafnasta í manna minnum og stigin sem hafa verið í boði til þessa bæði dýr og torsótt í vel flestum tilfellum. Þau verða ekki síður kostnaðarsöm á nýja árinu en tíu umferðum er nú lokið í deildinni og því alls 12 eftir og því 24 stig í pottinum.
 
Þór Þorlákshöfn vermir toppinn þar sem þeir hafa betur innbyrðis gegn Grindavík. Bæði lið eru þó með 16 stig og eru á mesta skriði deildarinnar, Þór með sex sigra í röð og Grindavík með fimm.
 
Töluverðar breytingar hafa orðið og munu verða á liðum deildarinnar á nýja árinu. Tröllið Ryan Pettinella er mættur aftur til Grindavíkur, Þórsarar eru með sama leikmannahóp sem og Snæfell og þá er aldrei að vita hvað Stjarnan gerir þar sem þeir eiga inni eitt ígildi erlends leikmanns. KR á von á nýjum erlendum leikmönnum í stað Danero Thomas og Keegan Bell. Keflavík hefur þegar bætt við sig nýjum manni í Baptist sem kemur inn fyrir Stephen McDowell. Njarðvíkingar eru með óbreyttan hóp en Fjölnismenn fá inn tvö ný kunnugleg andlit í Chris Smith og Isaac Miles þar sem þeir létu Sylvester Spicer og Paul Williams fara. Skallagrímsmenn verða óbreyttir eftir því sem við komumst næst en ÍR á von á nýjum leikmanni. Þá er KFÍ ekki að taka neinum breytingum né heldur Tindastóll, amk hefur slíkt ekki verið boðað.
 
Ljóst er að breytingarnar á liðunum verða nokkrar og menn verða að vera fljótir að slípa sig til því stigin eru dýrari með hverri umferðinni.
 
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Þór Þ. 10 8 2 16 959/850 95.9/85.0 4/1 4/1 95.2/84.0 96.6/86.0 5/0 8/2 +6 +4 +3 2/1
2. Grindavík 10 8 2 16 996/879 99.6/87.9 4/0 4/2 104.3/87.8 96.5/88.0 5/0 8/2 +5 +4 +3 1/0
3. Snæfell 10 7 3 14 980/874 98.0/87.4 5/1 2/2 98.3/86.7 97.5/88.5 3/2 7/3 -1 -1 -1 0/2
4. Stjarnan 10 7 3 14 930/870 93.0/87.0 3/1 4/2 85.0/74.5 98.3/95.3 3/2 7/3 +1 -1 +2 0/1
5. KR 10 6 4 12 848/845 84.8/84.5 2/2 4/2 80.0/82.5 88.0/85.8 3/2 6/4 +2 -1 +3 2/1
6. Keflavík 10 5 5 10 848/857 84.8/85.7 3/3
Fréttir
- Auglýsing -