Síðustu daga hefur verið í gangi hér á Karfan.is könnun á meðal lesenda þar sem spurt var hvernig fólki hefði fundist dómgæslan vera í úrvalsdeildunum það sem af væri þessari leiktíð. 31% lesenda sögðu dómgæsluna hafa verið góða eða frábæra þetta tímabilið.
Alls voru 397 sem tóku þátt í könnuninni og skiptust niðurstöðurnar svohljóðandi:
Hvernig finnst þér dómgæslan hafa verið í úrvalsdeildunum á þessari leiktíð?
Góð 24%
Frábær 7%
Miðlungs 36%
Léleg 33%
36% segja dómgæsluna vera miðlungs og 33% finnst hún hafa verið léleg.
Nú er komin af stað ný könnun þar sem spurt er hvort fólk ætli að mæta í Laugardalshöll á bikarúrslitaleikina í Subwaybikarnum.