09:00
{mosimage}
Dómaranámskeið verður haldið á vegum KKÍ dagana 3.-4. nóvember næstkomandi.
Námskeiðið verður haldið í Smáranum í Kópavogi og hefst á föstudagskvöldinu kl 18:30. Námskeiðinu lýkur með skriflegu og verklegu prófi og þeir sem standast þau fá fullgild dómararéttindi.
KKÍ hvetur öll félög til að senda fólk á námskeiðið, þar sem fjöldi starfandi dómara í dag er með minnsta móti. Leiðbeinandi verður Gunnar Freyr Steinsson.
Skráningar verða að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 2. nóvember á netfangið [email protected].
Dagskráin verður lauslega þessi:
Föstudagur 3. nóvember:
18:30-22:00 – Bóklegt
Laugardagur 4. nóvember:
09:00-11:30 – Bóklegt + skriflegt próf
12:00-18:00 – Verklegt próf
Athugið að tímasetningar geta breyst lítillega.
Þátttökugjald er ekkert.