9:48
{mosimage}
Ákveðið hefur verið að halda dómaranámskeið á Flúðum um næstu helgi. Námskeiðið hefst laugardaginn 25. nóvember klukkan 13:00 og lýkur á sunnudeginum. Á laugardeginum og sunnudagsmorgni verður bókleg kennsla ásamt skriflegu prófi en eftir það verður verkleg kennsla þar sem að nemendur dæma á fjölliðamóti í minnibolta sem að haldið er á Flúðum um þessa helgi.
Frítt er á námskeiðið. Skráningar skulu berast á netfangið [email protected] fyrir klukkan 16:00 á fimmtudag.