spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDomagoj Samac til liðs við Skallagrím

Domagoj Samac til liðs við Skallagrím

Borgnesingar hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Dominos deild karla en liðið samdi á dögunum við Domagoj Samac.

Samac er hávaxinn (206 cm) framherji sem leikið hefur í króatísku úrvalsdeildinni til þessa með KK Hermes Analitica Zagreb. Þar áður lék Samac í Rússlandi, Litháen og Lettlandi auk heimalands síns. Að auki á hann nokkra landsleiki með U20 landsliði Króatíu.

Samkvæmt heimasíðu Skallagríms er Samac væntanlegur til landsins um helgina og mun koma hans styrkja Skallagrím vel í baráttunni framundan. Stuðningsmenn munu sjá hann í gulu og grænu í næsta deildarleik gegn Þór Þorlákshöfn á útivelli fimmtudaginn 22. nóvember.

Skallagrímur situr í áttunda sæti Dominos deildarinnar eftir sjö umferðir og hafa unnið tvo leiki.

 

Fréttir
- Auglýsing -