Fyrrum heims- og evrópumeistarinn og þjálfari Serbneska landsliðsins, Aleksandar "Sasha" Djordjevic jós íslenska liðið hrósi eftir leikinn í dag. Hann sagðist bera mjög mikla virðingu fyrir því hvernig Ísland spilar körfubolta.
"Ég held að þetta sé í genunum hjá ykkur. Öll sagan ykkar endurspeglast í "stríðsmanns" hugarfarinu í leik ykkar. Líkamlegar takmarkanir skipta ekki máli þegar spilað er með öllu hjartanu og eftir allra bestu getu. Ég ber mikla virðingu fyrir því."
Karfan.is spurði Djordjevic hvort hann teldi Ísland hafa sett mark sitt á Evrópumótið í Berlín og sagði hann svo vera. "Það er engin tilviljun að þið eruð hérna. Þið eruð hérna vegna þess að þið eigið það skilið og þið hafi sannað það í hverjum einasta leik ykkar. Úrslitin skipta ekki máli. Gleymið þeim. Fyrstu tveir leikirnir hjá ykkur voru mjög tilkomumiklir."