spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaDJ Doakes og Ólafur Þórir til liðs við Snæfell

DJ Doakes og Ólafur Þórir til liðs við Snæfell

Karlalið Snæfells hefur ráðið til sín bandarískan framherja að nafni Donald James Doakes. DJ eins og hann er kallaður spilaði með Florida College í NAIA deildinni. Hann er 194 cm á hæð og er ætlað að leysa stöður 3-4 fyrir liðið.

Í samtali við samfélagsmiðla Snæfells sagði Gunnlaugur Smárason þjálfari Snæfells, að félagið væri með þessari ráðningu að sýna þeim leikmönnum sem eru í liðinu og stuðningsfólki að þeim sé alvara og langar að gera atlögu að 1. deildarsæti á næstu leiktíð. Íslenski kjarninn bætir sig með hverjum leiknum og vonandi verður þetta innspýting fyrir allt félagið í heild sinni, hvað varðar gæði, áhuga á körfubolta og áhuga á leikjum liðsins. Uppbygging tekur tíma en það að fá atvinnumann í liðið mun hjálpa leikmönnum að bæta sig.

DJ er kominn með atvinnuleyfi og það veltur á einu bréfi hvort hann spili með í fyrsta leik eftir áramót sem fer fram á morgun föstudaginn 6. janúar kl. 20:00.

Þá hefur Ólafur Þórir Ægisson einnig skipt yfir í Snæfell.

Fréttir
- Auglýsing -