spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDino Stipcic yfirgefur KR

Dino Stipcic yfirgefur KR

KR tilkynnti í dag að þeir hefðu sagt upp samningi sínum við króatíska bakvörðinn Dino Stipcic. Stimpcic kom til liðsins fyrir þetta tímabil og skilaði þeim 7 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum á um 23 mínútum spiluðum að meðaltali í 11 leikjum fyrir félagið. Ástæður uppsagnarinnar eru sagðar þær að leikmaðurinn hafi ekki náð sér á strik með félaginu, en tekið er fram að hann hafi annars verið til fyrirmyndar, bæði sem leikmaður og í starfi aðstoðarþjálfara.

 

Fréttir
- Auglýsing -