spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaDino og Andre til Hattar

Dino og Andre til Hattar

Höttur heldur áfram að styrkja hóp sinn fyrir komandi átök í 1. deild karla. Í kvöld var tilkynnt að liðið hefði samið við tvö nýja erlenda leikmenn.

Höttur hafði lárið Pranas Skurdauskas fara frá félaginu auk þess sem David Guardia Ramos sleit krossband rétt fyrir jól en hann er enþá með liðinu. Egilsstaðarbúar sömdu við tvo leikmenn sem léku á Íslandi fyrir áramót og eru því þekktar stærðir.

Dino Stipcic hefur ákveðið að flytja til Egilsstaða en hann lék með Íslandsmeisturum KR fyrir áramót. Dino var með 7,3 stig og 4,3 fráköst að meðaltali í ellefu leikjum með KR. Hann var mjög eftirsóttur síðasta sumar af liðum í Dominos deildinni en stóðst ekki þær væntingar sem til hans voru gerðar.

Þá hefur liðið samið við þjóðverjann Andre Hughes sem var með liði Vestra fyrir áramót í 1. deildinni. Hann var með 21 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik fyrir Hött.

Höttur samdi þá einnig við Eystein Bjarna Ævarsson um jólin en hann snýr aftur á Egilsstaði eftir að hafa leikið með Stjörnunni síðustu ár.

Fréttir
- Auglýsing -