spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaDinkins áfram hjá bikarmeisturunum

Dinkins áfram hjá bikarmeisturunum

Bikarmeistarar Keflavíkur hafa samið við Brittany Dinkins um að leika áfram með liðinu á komandi leiktíð. Dinkins kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og stóð sig virkilega vel með liði Keflavíkur.

 

Dinkins var með 28,6 stig, 9,1 frákast og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Keflavík á nýliðnu tímabili. Hún lyfti bikarmeistaratitlinum með Keflavík á tímabilinu en liðið féll úr leik í undanúrslitum Dominos deildarinnar gegn Val. 

 

Dinkins kom frá Sourthern Miss háskólanum þar sem hún var með 18,4 stig, 4,1 frákast, 3,7 stoðsendingar og 3,1 stolinn bolta ?að meðaltali í leik á útskriftarári sínu. Hún er 23 ára bakvörður sem var valin í úrvalslið og besta varnarlið sinnar deildar í háskólaboltanum. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -